Í verkefninu FREE er boðið upp á þátttöku í námskeiðum á netinu og netþjálfun í persónulegri hæfni.

  1. Námskeið á netinu:   Um er að ræða stutt námskeið í stefnumótun og útflutningi, markaðsmálum, sölu á netinu, fjármálum og vöruþróun. Námið verður í gegnum Moodle námskerfið og því þarf að hafa góða nettengingu og þekkingu á tölvutækni.
    Hér má nálgast netfræðsluna:http://www.ruralwomenacademy.eu/?lang=is
  2. Persónuleg hæfni:  Við bjóðum einnig upp á netþjálfun í persónulegri hæfni en það eru netfundir á Skype. Þar fá þátttakendur tækifæri til að ræða saman um verkefni og vandamál sem þær standa frammi fyrir og tengjast þeirra fyrirtækjarekstri.  Boðið var upp á tvo fundarhringi og er hinum síðari að ljúka um þessar mundir.

Við minnum einnig á tengslanetin sem í boði eru á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi, sjá hér á síðunni undir Tengslanet.

Fræðslan er þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið er styrkt úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.