Byggðastofnun er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins. Stofnunin heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sjö fulltrúa í stjórn stofnunarinnar til eins árs í senn. Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin undirbýr, skipuleggur og fjármagnar verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Byggðastofnun fylgist einnig með þróun byggðar í landinu með gagnasöfnun og rannsóknum.Hjá Byggðastofnun starfa 24 starfsmenn og eru höfuðstöðvarnar staðsettar á Sauðárkróki.

Byggðastofnun
Ártorg 1, 550 Saudarkrokur
Ísland
Sími: +354 455 5400

netfang: postur@byggdastofnun.is

Heimasíða: www.byggdastofnun.is

FREE logos