Kaunas STP er vísinda- og tæknigarður sem hefur það markmið að auka skilvirkni rannsókna og þróunar hjá Háskólanum í Kaunas. Með 18 ára reynslu í að fylgjast með nýsköpun í tækniþróun hjá vísindastofnunum, markaðssetningu nýrrar tækni og að jafna  framboð og eftirspurn hvað varðar tækni, er meginmarkmiðið að hrinda af stað tækniyfirfærslu og framþróun fyrirtækja á svæðinu. Stofnunin býður fyrirtækjum upp á  vinnuaðstöðu og veitir aðstoð til nýsköpunar- og tæknifyrirtækja. Yfir 240 fyrirtæki hafa verið sett á laggirnar hjá Kaunas með 90% árangri. Stofnunin er aðili að viðskiptaráði Kaunas og samtökum fyrirtækja á svæðinu og tekur virkan þátt í ýmsum verkefnum bæði innanlands og í Evrópu sem snúast flest um stuðning við frumkvöðla, nýsköpun, tækniyfirfærslu og símenntun.

 

Kaunas vísinda- og tæknigarður
Petrausko str. 26, 44156 Kaunas
LITHUANIA
Sími +370 37 33 30 36

Netfang : info@kaunomtp.lt

Heimasíða:  www.kaunomtp.lt