Stofnunin veitir þjónustu fyrir atvinnulaust fólk, sér um greiðslu atvinnuleysisbóta og veitir ráðgjöf og stuðning. Hjá stofnuninni starfa 150 manns um allt land.

Auk þess sinnir stofnunin sérstökum verkefnum fyrir frumkvöðlakonur. Annað verkefnið er styrkir til atvinnumála kvenna, en einu sinni á ári eru veittir styrkir til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og verkefni og eru styrkirnir veittir af velferðarráðherra. Stofnunin sér einnig um umsýslu fyrir Svanna-lánatryggingasjóð kvenna, sem er i eigu þriggja aðila, velferðarráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Í sjóðinn geta fyrirtæki í eigu kvenna sótt um lán og lánatryggingu en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann sem veitir lánin.  Vinnumálastofnun leiðir Free verkefnið en tekur auk þess þátt í öðrum samstarfsverkefnum á Evrópuvísu.

Vinnumálastofnun
Kringlan 1-103, 103 Reykjavik
Ísland
Sími: +354 51 558 00
netfang: asdis.gudmundsdottir@vmst.is

www.vinnumalastofnun.is
www.atvinnumalkvenna.is