Tengslanetið mun verða byggt þannig upp að konur frá hverju svæði fyrir sig munu starfa sem sjálfboðaliðar við að stofna og leiða tengslanetið á sínu svæði. Tengslanetið er byggt á aðferðarfræði sem kallast „Samfélagslega drifin lærdómur og þróun“ sem gefur hópnum tækifæri til að þróa og skipuleggja sína þjálfun/menntun á nýjan hátt. Hvert tengslanet mun verða sjálfbært þannig að konur á svæðunum stýra því sjálfar. Þessar konur munu fá sérstaka þjálfun í aðferðarfræðinni og stuðning frá samstarfsaðilum í hverju landi fyrir sig. Þar sem um prufu verkefni er að ræða, þurfa konurnar að gefa endurgjöf og meta reynslu sína og lærdóm. Markmiðið með tengslanetinu er að deila þekkingu og veita stuðning til hvor annara. Eftir að verkefni er lokið verður gefinn út handbók um tengslanets fyrir aðrar áhugasamar konur. Hér fyrir neðan má lesa nánari upplýsinga um tengslanetin í hverju landi fyrir sig.