Contact Form

By using this form you agree with the storage and handling of your data by this website

Vestfirðir

 

Sigurborg Þorkelsdóttir

Sigurborg Þorkelsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík en hefur búið á Ísafirði í fjóra áratugi. Hún er menntuð íslenskufræðingur og hefur kennararéttindi auk þess sem hún er menntaður markþjálfi. Hún hefur lengst af verið í eigin atvinnurekstri og rak efnalaug og verslun um árabil auk þess sem hún rekur fasteignafélag og hefur verið með gistiþjónustu fyrir ferðamenn. Þá rak hún einnig skíðaskálann um árabil og bauð þar upp á gistingu. Nú starfar hún sem verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Hún er einn af stofnendum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Atkvenna sem hafa unnið að atvinnuþróunarmálum kvenna á Vestfjörðum.

Hér má nálgast Facebook hóp tengslanetsins á Vestfjörðum: https://www.facebook.com/groups/1435367403171496/

 

Norðurland vestra

Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Kristín Sigurrós Einarsdóttir er búsett á Sauðárkróki og gift Alfreð Símonarsyni og eiga þau þrjá syni. Kristín er grunnskólakennari að mennt og stundar nám til MA gráðu við menntavísindasvið Háskólans á Akureyri.
Hún hefur starfsreynslu á sviði kennslu á ýmsum skólastigum, verkefnastjórnunar, viðburðastjórnunar og blaðamennsku og hefur einnig víðtæka reynslu af ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
Í dag er hún sjálfstætt starfandi og stundar kennslu á námskeiðum og í menningartengdri ferðaþjónustu.
Kristín hefur áður tekið þátt í frumkvöðlaverkefnum og hlaut árið 2006 viðurkenningu fyrir viðskiptaáætlun á Brautargengisnámskeiði á Hólmavík.

Lilja Gunnlaugsdóttir

Lilja Gunnlaugsdóttir er menntaður félagsfræðingur með sérhæfingu í aðhvarfsgreiningu. Lilja stofnaði hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Skrautmen árið 2014 þar sem hún hannar og framleiðir vörur fyrir heimili og fyrirtæki, ásamt skartgripum og fylgihlutum fyrir konur og karla. Áður en Lilja stofnaði Skrautmen vann hún sem sérfræðingur í gagnagreiningu hjá Gallup.
Lilja er búsett í Skagafirði og er gift Vali Valssyni. Saman eiga þau dæturnar Ásrúnu (2011) og Völu Mist (2017).

Hér má nálgast Facebook hóp tengslanetshópsins á Norðurlandi vestra: https://www.facebook.com/groups/535681759960177/

Austurland

Anna Katrín Svavarsdóttir

Anna Katrín er skipulagsfræðingur (2013) og umhverfisskipulagsfræðingur (2009). Anna Katrín stofnaði Teiknistofuna AKS árið 2015. Verkefni teiknistofunnar eru fjölbreytt og sinnir fyrirtækið hinum ýmsu verkefnum á sviði umhverfisskipulags, landslagshönnunar og rekur einnig skiltagerð. Áður en Anna Katrín stofnaði Teiknistofuna vann hún hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð við ýmis verkefni tengd umhverfismálum og almenningssamgöngum.
Anna Katrín var í stjórn Tengslaneti Austfirskra kvenna 2013-2015.

Hér má nálgast Facebook hóp tengslanetsins á Austurlandi: https://www.facebook.com/groups/387500291640653/

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um tengslanetin þá vinsamlegast sendu okkur fyrirspurn í gegnum formið hér að neðan.